top of page

Norðlingaskóli 20. febrúar

Kl. 13:30

Vertu velkomin á skólaþing epli.is sem að þessu sinni verður haldið í Norðlingaskóla í Reykjavík. Mikið hefur verið lagt í veglega dagskrá þar sem lykilfyrirlesari verður Abdul Chohan frá ESSA Academy. Vinnustofur þar sem kennarar sýna hvernig er hægt að nýta iPad í kennslu og svo verða hönnuðir að kennsluforritum á svæðinu að kynna forritin sín. 

Vinnustofur

Rakel G. Magnúsdóttir stýrir þessari vinnustofu en hún hefur um áralangt skeið unnið með upplýsingatækni á leikskólastigi og meðal annars unnið til verðlaun frá Reykjavíkurborg fyrir þau störf. Rakel stýrir reglulega námskeiðum um iPad í skólum og heldur uppi vefsetrinu Appland.is samhliða námi í tölvunarfræðum.

Ingvi Hrannar Ómarsson kemur frá Árskóla þar sem hann hefur verið að innleiða iPad í kennsluna sína með umsjónarbekknum sínum 3. IHÓ. Hann ætlar að segja aðeins frá verkefninu og hvernig Árskóli á Sauðárkróki hefur verið að nýta iPad í námi og kennslu.

Smáforrit

Ís-leikir er hugbúnaðarfyrirtæki með hugsjón. Þeirra fyrsta afurð var smáforritið Segulljóð sem hefur fengið verðskuldaða athygli þar sem það blandar saman íslensku lærdómi frá fjölmörgum hliðum. Hönnuðirnir ætla að kynna forritið og sýna hvernig það getur gagnast.

Halldór Björgvin Ívarsson er kennari sem heldur uppi síðunni www.namsleikir.is og hefur nýverið að færa leikina sína yfir í app form. Á ótrúlega stuttum tíma hefur Halldór sett þrjá nýja leiki inn á App Store sem er hægt að nýta við nám og kennslu.

Leikskóla- og yngsta stig

  Skólaþing

     Norðlingaskóla 20. febrúar

bottom of page